Search
  • bsí

Landsbankamót ÍA - úrslit


Landsbankamót ÍA fór fram nú um helgina og var þetta síðasta mót fyrir Íslandsmót unglinga sem er dagana 9.-11.mars.

Í einliðaleik U11 snáða var það Arnar Freyr Fannarsson ÍA sem sigraði en hann sigraði Hilmar Veigar Ágústsson ÍA 21-9 og 21-8. Í einliðaleik U11 snótir sigraði Emma Katrín Helgadóttir TBR en hún vann Birgittu Ragnarsdóttur 21-13 og 21-8. Í einliðaleik U13 hnokka var það Eiríkur Tumi Briem TBR sem vann Steinar Petersen TBR 20-22, 21-13 og 21-17. Í einliðaleik U13 tátur var það Hjördís Eleonora BH sem sigraði en hún vann Sóley Birtu Grímsdóttur ÍA 21-17, 17-21 og 21-17. Í tvíliðaleik U13 hnokka voru það Daníel Máni Einarsson TBR og Eiríkur Tumi Briem TBR sem unnu þá Arnar Frey Fannarsson ÍA og Mána Berg Ellertsson ÍA 15-21 , 21-17 og 23-21. Í tvíliðaleik U13 tátur sigruðu þær Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH og Katla Sól Arnarsdóttir BH en þær unnu Hjördísi Eleonoru BH og Sóley Birtu Grímsdóttur ÍA 21-12, 18-21 og 22-20. Í tvenndarleik U13 hnokkar/tátur unnu Einar Óli Guðbjörnsson TBR og Lilja Bu TBR. Þau unnu Steinar Petersen TBR og Sigurbjörgu Árnadóttur 21-15, 15-21 og 22-20.

Gabríel Ingi Helgason BH sigraði í einliðaleika U15 sveina. Hann vann Steinþór Emil Svavarsson BH 21-18 og 21-16. Í einliðaleik U15 meyjar var það María Rún Ellertsdóttir ÍA sem vann Rakel Rut Kristjánsdóttur BH 21-10 og 21-17.

Í tvíliðaleik U15 sveina voru það Gabríel Ingi Helgason BH og Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH sem unnu þá Jón Sverri Árnason BH og Steinþór Emil Svavarsson BH 19-21, 21-17 og 21-18.

Í tvíliðaleik meyja voru það María Rún Ellertsdóttir ÍA og Rakel Rut Kristjánsdóttir BH sem sigruðu. Þær kepptu gegn Lilju Bu TBR og Sigurbjörgu Árnadóttur TBR og unnu 21-14 og 21-18. Í tvenndarleik U15 sveinar/meyjar voru það Gústav Nilsson TBR og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR sem unnu þau Gabríel Inga Helgason BH og Maríu Rún Ellertsdóttur ÍA 21-19 og 21-7.

Í einliðaleik U17/U19 drengir/piltar var það Símon Orri Jóhannsson TBR sem vann Þórð Skúlason BH 21-8 og 21-7. Í einliðaleik U17/U19 telpur/stúlkur var það Þórunn Eylands TBR sem vann Höllu Maríu Gústafsdóttur BH 21-11 og 21-14. Í tvíliðaleik U17/U19 drengir/piltar voru það Bjarni Þór Sverrisson og Eysteinn Högnason sem unnu en þeir sigruðu Andra Broddason og Einar Sverrisson 21-11 og 21-13. Allir keppa þeir fyrir TBR.

Í tvíliðaleik U17/U19 telpur/stúlkur voru það Halla María Gústafsdóttir BH og Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH sem unnu þær Júlíönu Karitas Jóhannsdóttur TBR og Ragnheiði Birnu Ragnarsdóttur TBR 21-18 og 21-12.

Í tvenndarleik U17/U19 voru það svo Einar Sverrisson TBR og Þórunn Eylands TBR sem sem unnu en þau sigruðu þau Þórð Skúlason BH og Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur BH 21-15 og 21-16.

Öll nánari úrstlit frá mótinu má nálgast hér.

Fleiri myndir af verðlaunahöfum er hægt að nálgast hér.


81 views0 comments

Recent Posts

See All

TBR Opið 2021 fór fram um helgina

Júlíana og Daníel sigruðu í einliðaleik á TBR-opið 2021! TBR Opið, fór fram um helgina. Keppt var í öllum greinum í Úrvalsdeild, 1- deild og 2-deild. Daníel Jóhannesson TBR sigraði einliðaleik karla e