top of page
Search
  • bsí

Úrslit úr Reykjavíkurmóti fullorðinna


Reykjavíkurmót fullorðinna fór fram í gær í húsum TBR. Mótið er hluti af mótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.

Gústav Nilsson varð þrefaldur sigurvegari í B.flokki

Meistaraflokkur :

Í einliðaleik karla var það Daníel Jóhannesson TBR sem sigraði en hann vann Róbert Þór Henn TBR 21-17 og 21-18. Í einliðaleik kvenna var það Þórunn Eylands TBR sem sigraði en þetta var í fyrsta skiptið sem hún sigrar í einliðaleik í Meistaraflokki. Hún vann Örnu Karen Jóhannsdóttur TBR 21-11 , 15-21 og 20-22.

Í tvíliðaleik karla voru það Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson sem sigruðu Daníel Jóhannesson og Jónas Baldursson 21-10 og 24-22. Allir leika þeir með TBR.

Í tvíliðaleik kvenna voru það Margrét Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir TBR sem unnu þær Erlu Björg Hafsteinsdóttur BH og Sunnu Ösp Runólfsdóttur TBR 21-7 og 21-19. Í tvenndarleik voru það Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir sem unnu Daníel Jóhannesson og Sigríði Árnadóttur 21-14 og 21-15.

A flokkur :

Í einliðaleika karla var það Eysteinn Högnason TBR sem sigraði en hann vann Símon Orra Jóhannsson TBR. Í einliðaleik kvenna var það Halla María Gústafsdóttir BH sem sigraði en hún vann Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur BH. Í tvíliðaleik karla voru það Aron Óttarsson og Guðjón Helgi Auðunsson sem sigruðu þá Eystein Högnason og Bjarna Þór Sverrisson.

Í tvíliðaleik kvenna voru það svo Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH og Una Hrund Örvar BH sem unnu þær Önnu Alexöndru Petersen TBR og Karolina Prus BH. Í tvenndarleik voru það Elís Þór Dansson og Margrét Dís Stefánsdóttir sem sigruðu. Þau unnu Einar Sverrisson og Júlíönu Karitas Jóhannsdóttir. Öll leika þau með TBR.

B flokkur:

Gústav Nilsson TBR sigraði í einliðaleik karla en hann vann Steinþór Emil Svavarsson BH.

Í einliðaleik kvenna var það Ingunn Gunnlaugsdóttir sem vann Erlu Rós Heiðarsdóttur. Báðar spila þær fyrir BH.

Í tvíliðaleik karla voru Gústav Nilsson TBR og Sebastían Vignisson BH sem unnu þá Egil Magnússon og Hall Helgason Aftureldingu.

Ekki var leikið í tvíliðaleik kvenna að þessu sinni.

Í tvenndarleik voru það svo mæðginin Gústav Nilsson og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR sem unnu þau Egil Magnússon Aftureldingu og Erlu Rós Heiðarsdóttur BH.

Varð því Gústav Nilsson þrefaldur sigurvegari í B.flokknum.

Öll nánari úrslit frá mótinu má finna hér.


168 views0 comments
bottom of page