Search
  • bsí

Meistaramót Íslands er um helgina


Um helgina fer Meistaramót Íslands í badminton fram í TBR húsunum við Gnoðarvog. Mótið er að flestra mati hápunktur badmintonársins hér á landi enda keppt um Íslandsmeistaratitlana eftirsóttu.

Til keppni eru skráðir 117 leikmenn frá sex félögum. Flestir keppendur koma úr TBR eða 60 en næst fjölmennastir eru BH-ingar sem eru 31 talsins. Aðrir keppendur koma frá Aftureldingu, Hamri, ÍA, KR.

Dagskrá helgarinnar er eftirfarandi:

Föstudagur kl. 17:30 - 20:30 Fyrstu umferðir mótsins

Laugardagur kl. 10:00 -13:30 Átta liða úrslit kl. 14:00 - 17:00 Undanúrslit

Sunnudagur kl. 11:00 Úrslitaleikir í Meistaraflokki kl. 14:30 Úrslitaleikir í A-, B-, Æðsta- og Heiðursflokki

Nánari tímasetningar og niðurröðun mótsins má finna með því að smella hér.

Badmintonáhugafólk er hvatt til að líta við í TBR um helgina og fylgjast með besta badmintonfólki landsins berjast um Íslandsmeistaratitlana 2018. RÚV sýnir frá úrslitum Meistaramóts Íslands á sunnudeginum og hefst útsending klukkan 11:00.


142 views0 comments

Recent Posts

See All

Áramótaannáll 2020

Við áramót er hefð að líta yfir árið sem er að líða og skoða helstu viðburði og afrek. Þetta ár hefur verið mjög frábrugðið öðrum árum með tilkomu Covid en mótahald auk æfinga hafa legið niðri stóran

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM