top of page
Search
  • bsí

Undanúrslitum lokið á Meistaramóti Íslands


Undanúrslitum í meistaraflokki lauk nú í kvöld. Í undanúrslitum í einliðaleik kvenna mættust Sigríður Árnadóttir og Arna Karen Jóhannsdóttir. Arna Karen vann fyrstu lotuna 21-10 og Sigríður vann síðan seinni lotuna 21-10. Þurfti því oddalotu til að knýja fram úrslit og sigraði Sigríður hana 21-13. Í fyrri undanúrslitaleik í einliðaleik karla mættust Kári Gunnarsson TBR og Jónas Baldursson TBR. Kári vann öruggan sigur 21-12 og 21-11. Í seinni leiknum mættust þeir Róbert Þór Henn TBR og Daníel Jóhannesson TBR. Róbert spilaði þennan leik að miklu öryggi og sigraði 21-17 og 21-11, er þetta í fyrsta skipti sem Róbert mun taka þátt í úrslitaleiknum á Meistaramóti Íslands.

Í fyrri tvíliðaleik kvenna mættust þær Erla Björg Hafsteinsdóttir BH / Snjólaug Jóhannsdóttir TBR og Jóhanna Jóhannsdóttir TBR / Sunna Ösp Runólfsdóttir TBR. Unnu Erla og Snjólaug þennan leik nokkuð auðveldlega 21-9 og 21-10. Seinni leikurinn var öllu meira spennandi en þar mættust Arna Karen Jóhannsdóttir TBR / Drífa Harðardóttir ÍA og Margrét Jóhannsdóttir TBR / Sigríður Árnadóttir TBR. Fyrstu lotuna unnu Margrét og Sigríður auðveldlega 21-7. Í annarri lotunni kviknaði á Örnu og Drífu og unnu þær hana 21-18. Oddalotan var gríðalega jöfn allan tímann og fór svo að Margrét og Sigríður unnu 21-17. Í fyrri tvíliðaleik karla mættust Davíð Bjarni Björnsson TBR / Kristófer Darri Finnsson TBR og Eiður Ísak Broddason TBR / Kári Gunnarsson TBR. Davíð og Kristófer unnu leikinn í tveimur lotum 21-16 og 21-19. Í seinni leiknum mættust Bjarki Stefánsson TBR / Daníel Thomsen TBR og Daníel Jóhannesson TBR / Jónas Baldursson TBR. Var leikurinn mjög jafn og spennandi en fór svo að Daníel og Jónas báru sigur úr býtum 21-19 og 23-21.

Í undanúrslitum í tvenndarleik voru óvænt úrslit þegar Daníel Thomsen TBR og Margrét Jóhannsdóttir TBR , sem unnið hafa Íslandsmeistaratitilinn síðustu 3 ár, duttu úr leik. Þau spiluðu gegn Kára Gunnarssyni TBR og Snjólaugu Jóhannsdóttur TBR. Kári og Snjólaug höfðu yfirhöndina allan tímann og unnu 21-18 og 21-11. Í síðari undanúrslitaleiknum mættust Kristófer Darri Finnsson TBR / Erla Björg Hafsteinsdóttir BH og Daníel Jóhannesson TBR / Sigríður Árnadóttir TBR. Unnu Kristófer og Erla öruggan sigur 21-14 og 21-14.

Úrslitin hefjast kl 11:00 á morgun og verður sýnt beint frá leikjunum á Rúv. Mun útsendingin byrja á Rúv2 og færist hún svo yfir á aðalrásina kl 12:10. Til úrslita í Meistaraflokki munu því leika : (verða þeir spilaðir í þessari röð) Tvenndarleikur

Kári Gunnarsson TBR / Snjólaug Jóhannsdóttir gegn Kristófer Darra Finnssyni TBR / Erlu Björg Hafsteinsdóttur BH

Einliðaleikur kvenna

Margrét Jóhannsdóttir TBR gegn Sigríði Árnadóttur TBR Einliðaleikur karla

Kári Gunnarsson TBR gegn Róberti Þór Henn TBR Tvíliðaleikur kvenna

Margrét Jóhannsdóttir TBR / Sigríður Árnadóttir gegn Erlu Björg Hafsteinsdóttur BH / Snjólaugu Jóhannsdóttur TBR Tvíliðaleikur karla

Davíð Bjarni Björnsson TBR / Kristófer Darri Finnsson TBR gegn Daníel Jóhannessyni TBR / Jónasi Baldurssyni TBR

Úrslitaleikir í A-, B, Æðsta- og Heiðursflokki hefjast svo kl

14:30.

Öll nánari úrslit og tímasetningar leikja má finna hér.


197 views0 comments
bottom of page