top of page
Search
  • bsí

Leik lokið í Litháen


Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson

Íslensku keppendurnir sem tóku þátt í Yonex Lithuanian International 2018 stóðu sig vel.

Fimm íslensk pör komust beint inn í aðalkeppni mótsins í tvíliða- og tvenndarleik. Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir spiluðu hörku leik við Maciej Ociepa og Agnieszka Foryta frá Póllandi. Daníel og Sigríður unnu fyrstu lotuna 21-19 en töpuðu annarri lotu 15-21. Þurfti því oddalotu til að ná fram úrslitum þar sem pólska parið hafði betur 16-21.

Sama var uppi á teningnum hjá þeim Kristófer Darra Finnssyni og Þórunni Eylands Harðardóttur. Þau spiluðu einnig við pólskt par en það voru þau Robert Cybulski og Wiktoria Dabczynska. Kristófer og Þórunn töpuðu fyrstu lotunni 13-21 en komu mjög sterk til baka í annarri lotu þar sem þau unnu 21-18. Oddalotan var einnig mjög spennandi en fór svo að pólska parið hafði betur 18-21.

Í tvíliðaleik kvenna var eitt íslenskt par en það voru þær Arna Karen Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir. Stelpurnar spiluðu geng Önnu Mikalkovu og Yevgeiya Paksytovu frá Úkraínu og þurftu þær að lúta í lægra haldi gegn þeim 13-21 og 13-21.

Í tvíliðaleik karla voru tvö íslensk pör. Daníel Jóhannesson og Róbert Ingi Huldarsson náðu sér ekki á strik gegn sterkum strákum frá Kazakstan, þeim Artur Niyazov og Dmitriy Panarin. Daníel og Róbert töpuðu þessum leik 4-21 og 12-21. Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson áttu kapp að etja við rússana Egor Kurdykov og Egor Okolov. Leikurinn var jafn og spennandi en fór svo að lokum að rússarnir höfðu betur 21-18 og 23-21.

Hægt er að skoða öll nánari úrslit hér.


39 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page