Search
  • bsí

Kári vann í fyrstu umferð forkeppninnar á Spáni


Kári Gunnarsson hóf keppni í dag á IBERDROLA Spansih International Villa de Madrid 2018. Mótið er hluti af International Challenge mótaröðinni og gefur stig á heimslistann.

Kári keppir í forkeppni mótsins í einliðaleik karla.

Kári var nú rétt í þessu að ljúka leik gegn Seng Zoe Yeoh frá Malasíu. Leikurinn var mjög jafn en lauk með sigri Kára í oddalotu. Seng vann fyrstu lotuna 21-19 eftir að Kári hafði verið yfir meirihluta lotunnar. Í annarri lotu var jafnt í 6-6 en þá tók Seng yfirhöndina og komst í 6-12. Kári jafnaði þó leikinn jafnt og þétt og var staðan 15-17 fyrir Seng þegar Kári tók alveg yfir og skoraði sex stig í röð og vann lotuna 21-17. Oddalotan var mjög jöfn en endaði með sigri Kára eins og áður sagði 21-18. Frábær sigur hjá Kára.

Næsti leikur Kára er gegn spánverjanum Chen Zeyu núna í dag og með sigri á honum þá tryggir hann sér sæti inn í aðalkeppni mótsins.

Hægt er að fylgjast með gangi mála með því að smella hér.


46 views0 comments

Recent Posts

See All

Áramótaannáll 2020

Við áramót er hefð að líta yfir árið sem er að líða og skoða helstu viðburði og afrek. Þetta ár hefur verið mjög frábrugðið öðrum árum með tilkomu Covid en mótahald auk æfinga hafa legið niðri stóran

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM