top of page
Search
  • bsí

Kári keppir í Perú á morgun


Kári Gunnarsson er nú staddur í Perú þar sem hann tekur þátt í Perú International 2018 en mótið er hluti af International Series mótaröðinni og gefur stig á heimslistann.

Kári hefur leik á morgun kl 11:00 (kl 16:00 á íslenskum tíma) og mætir hann Osleni Guerroro frá Kúbu. Osleni sem er 28 ára er sem stendur í 129.sæti heimslistans í einliðaleik karla. Einnig er hann í sæti 100 í tvíliðaleik karla á heimslistanum. Ljóst er að Kári þarf að eiga mjög góðan leik til að vinna Osleni en Kári er núna í sæti 283 á heimslistanum í einliðaleik.

Hægt er að sjá niðurröðun og tímasetningu leikja með því að smella hér.


26 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page