Search
  • bsí

Dregið á morgun í forkeppni EM landsliða


Á morgun 9. ágúst verður dregið í forkeppni Evrópumeistaramóts landsliða. 31 land er skráð í forkeppnina en þau eru :

Austurríki, Belgía, Búlgaría, Tékkland, Danmörk, England, Eistland, Færeyjar, Finland, Frakkland, Þýskaland, Ungverjaland, Ísland, Írland, Ísrael, Ítalía, Lettland, Litháen, Moldavía, Holland, Noregur, Pólland, Portúgal, Rússland, Skotland, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Sviss og Úkraína.

Forkeppnin fer fram 6. - 9. desember en lokakeppnin fer síðan fram 13. - 17. febrúar 2019 en ekki hefur enn verið ákveðið hvar lokakeppnin fer fram.

Danmörk, ríkjandi Evrópumeistarar landsliða, munu fara beint inn í lokakeppnina en öll önnur lönd fara í gegnum forkeppnina.

7 lönd fá röðun og fara því hvert í sinn riðil. Það eru eftirfarandi :

England - Rússland - Holland - Frakkland - Þýskaland - Spánn - Búlgaría.

Verður mjög spennandi að sjá með hverjum Ísland dregst í riðil.

Verður sýnt beint frá drættinum á facebook síðu Badminton Europe.


50 views0 comments

Recent Posts

See All

Áramótaannáll 2020

Við áramót er hefð að líta yfir árið sem er að líða og skoða helstu viðburði og afrek. Þetta ár hefur verið mjög frábrugðið öðrum árum með tilkomu Covid en mótahald auk æfinga hafa legið niðri stóran

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM