Á morgun 9. ágúst verður dregið í forkeppni Evrópumeistaramóts landsliða. 31 land er skráð í forkeppnina en þau eru :
Austurríki, Belgía, Búlgaría, Tékkland, Danmörk, England, Eistland, Færeyjar, Finland, Frakkland, Þýskaland, Ungverjaland, Ísland, Írland, Ísrael, Ítalía, Lettland, Litháen, Moldavía, Holland, Noregur, Pólland, Portúgal, Rússland, Skotland, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Sviss og Úkraína.
Forkeppnin fer fram 6. - 9. desember en lokakeppnin fer síðan fram 13. - 17. febrúar 2019 en ekki hefur enn verið ákveðið hvar lokakeppnin fer fram.
Danmörk, ríkjandi Evrópumeistarar landsliða, munu fara beint inn í lokakeppnina en öll önnur lönd fara í gegnum forkeppnina.
7 lönd fá röðun og fara því hvert í sinn riðil. Það eru eftirfarandi :
England - Rússland - Holland - Frakkland - Þýskaland - Spánn - Búlgaría.
Verður mjög spennandi að sjá með hverjum Ísland dregst í riðil.
Verður sýnt beint frá drættinum á facebook síðu Badminton Europe.