top of page
Search
  • bsí

Mótaröðin hefst á morgun


Fyrsta mót vetrarins, Einliðaleiksmót TBR, er á morgun föstudaginn 7.september og hefst klukkan 18:00.

Mótið er það fyrsta í mótaröð Badmintonsambandsins en mótin eru alls níu talsins á þessu keppnistímabili sem hefst á morgun.

Á þessu móti er eingöngu keppt í einliðaleik í meistaraflokki.

Alls eru 15 keppendur skráðir til leiks í einliðaleik karla og 6 keppendur í einliðaleik kvenna.

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja með því að smella hér.


113 views0 comments
bottom of page