Search
  • bsí

Rússarnir gríðarlega sterkir


Þriðja og síðasta leik U19 ára liðs Íslands á Evrópumeistaramótinu er nú lokið. Mætti liðið ógnarsterku liði Rússa nú í morgun og lauk leiknum með 5 - 0 sigri Rússlands.

Einar Sverrisson lék einliðaleik karla gegn Amir Khamidulin þar sem Amir vann örugglega 21 - 8 og 21 - 8. Þórunn Eylands Harðardóttir lék gegn Anastasiiu Shapovalovu og var sá leikur líkt og einliðaleikur karla öruggur sigur hjá Rússum 21 - 8 og 21 - 5.

Tvíliðaleik karla léku þeir Brynjar Már Ellertsson og Eysteinn Högnason gegn Dmitrii Klimenko og Vladimir Shipilenko. Áttu strákarnir erfitt uppdráttar gegn sterkum Rússum og lauk leiknum 21 - 8 og 21 - 8.

Tvíliðaleik kvenna spiluðu Halla María Gústafsdóttir og Una Hrund Örvar gegn Viktoriiu Kozyrevu og Mariiu Sukhovu. Áttu stelpurnar mun betri leik í seinni lotunni en leiknum lauk með sigri Viktoriiu og Mariiu 21 - 6 og 21 - 10.

Tvenndarleikinn léku þau Eysteinn Högnason og Þórunn Eylands Harðardóttir gegn Egor Kholkin og Anastasiiu Kurdyukovu. Var þetta jafnasti leikur dagsins og náðist upp ágætist spil á köflum í leiknum. Rússarnir unnu þó þennan leik 21 - 15 og 21 - 11. Rússar unnu því alla leikina í riðlinum en Slóvakar voru í öðru sæti.

Ísland hefur því lokið keppni í liðakeppninni en allir leikmennirnir eiga eftir að keppa í einstaklingskeppninni sem hefst þriðjudaginn 11.september.

Öll nánari úrslit úr liðakeppninni má finna með því að smella hér.

Með því að smella hér má svo sjá niðurröðun og tímasetningar fyrir einstaklingskeppnina.


0 views

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM