top of page
Search
bsí

Rússarnir gríðarlega sterkir


Þriðja og síðasta leik U19 ára liðs Íslands á Evrópumeistaramótinu er nú lokið. Mætti liðið ógnarsterku liði Rússa nú í morgun og lauk leiknum með 5 - 0 sigri Rússlands.

Einar Sverrisson lék einliðaleik karla gegn Amir Khamidulin þar sem Amir vann örugglega 21 - 8 og 21 - 8. Þórunn Eylands Harðardóttir lék gegn Anastasiiu Shapovalovu og var sá leikur líkt og einliðaleikur karla öruggur sigur hjá Rússum 21 - 8 og 21 - 5.

Tvíliðaleik karla léku þeir Brynjar Már Ellertsson og Eysteinn Högnason gegn Dmitrii Klimenko og Vladimir Shipilenko. Áttu strákarnir erfitt uppdráttar gegn sterkum Rússum og lauk leiknum 21 - 8 og 21 - 8.

Tvíliðaleik kvenna spiluðu Halla María Gústafsdóttir og Una Hrund Örvar gegn Viktoriiu Kozyrevu og Mariiu Sukhovu. Áttu stelpurnar mun betri leik í seinni lotunni en leiknum lauk með sigri Viktoriiu og Mariiu 21 - 6 og 21 - 10.

Tvenndarleikinn léku þau Eysteinn Högnason og Þórunn Eylands Harðardóttir gegn Egor Kholkin og Anastasiiu Kurdyukovu. Var þetta jafnasti leikur dagsins og náðist upp ágætist spil á köflum í leiknum. Rússarnir unnu þó þennan leik 21 - 15 og 21 - 11. Rússar unnu því alla leikina í riðlinum en Slóvakar voru í öðru sæti.

Ísland hefur því lokið keppni í liðakeppninni en allir leikmennirnir eiga eftir að keppa í einstaklingskeppninni sem hefst þriðjudaginn 11.september.

Öll nánari úrslit úr liðakeppninni má finna með því að smella hér.

Með því að smella hér má svo sjá niðurröðun og tímasetningar fyrir einstaklingskeppnina.


115 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page