top of page
Search
  • bsí

Íslensku leikmennirnir hafa lokið þátttöku


Halla María Gústafsdóttir að fá góðar ráðleggingar frá Tinnu Helgadóttur, landsliðsþjálfara

Allir íslensku leikmennirnir sem tóku þátt í Evrópumeistaramóti U19 ára hafa nú lokið keppni.

Nú í dag spiluðu Una Hrund Örvar og Þórunn Eylands Harðardóttir í tvíliðaleik kvenna gegn Christinu Busch og Amalie Schulz frá Danmörku. Var á brattann að sækja fyrir stelpurnar í þessum leik og töpuðu þær 21 - 6 og 21 - 8.

Einar Sverrisson í loftinu

Í tvíliðaleik karla áttu íslendingar 2 lið. Brynjar Már Ellertsson lék með Piotr Cunev frá Moldóvíu gegn Mate Balint og Zsombor Dulcz frá Ungverjalandi. Brynjar og Piotr áttu mun betri seinni lotu í leiknum en leiknum lauk með sigri ungverjanna 21 - 7 og 21 - 16.

Einar Sverrisson og Eysteinn Högnason mættu Yann Orteu og Minh Quang Pham frá Sviss. Lauk leiknum með sigri svisslendinga 21 - 15 og 21 - 11.

Hafa því allir íslensku keppendurnir lokið þátttöku í mótinu.

Öll nánari úrslit frá mótinu má finna hér.


119 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page