top of page
Search
  • bsí

Úrslit frá EM U19 ára


Evrópumeistaramót U19 ára hófst í gær. Eysteinn Högnason spilaði þá einliðaleik gegn Amir Khamidulin frá Rússlandi í fyrstu umferð einliðaleiks karla. Fór svo að Eysteinn tapaði leiknum 21 - 10 og 21 - 15. Einar Sverrisson og Þórunn Eylands Harðardóttir spiluðu einnig í gær í tvenndarleik. Mættu þau Mykhaylo Makhnovskiy og Anastasiyu Prozorovu frá Úkraínu. Unnu Mykhaylo og Anastasiya 21 - 11 og 21 - 14.

Í morgun hófu Eysteinn Högnason og Una Hrund Örvar leik sinn gegn Daniel Popescu og Loredanu Lungu frá Rúmeníu. Áttu Eysteinn og Una á brattann að sækja og lauk leiknum með tapi fyrir Daniel og Loredanu 21 - 10 og 21 - 7.

Eysteinn Högnason og Una Hrund Örvar

Halla María Gústafsdóttir spilaði einliðaleik kvenna og mætti hún Portúgölsku stelpunni Claudiu Lourenco. Sigraði Claudia Höllu nokkuð örugglega 21 -7 og 21 - 6.

Þórunn Eylands Harðardóttir tók einnig þátt í einliðaleik kvenna en hún mætti Katharinu Fink frá Ítalíu. Endaði leikurinn með sigri Katharinu 21 - 10 og 21 - 11.

Þórunn Eylands Harðardóttir ásamt Tinnu Helgadóttur landsliðsþjálfara

Þrír íslenskir leikir eiga svo eftir að hefjast í dag. Þórunn og Una spila tvíliðaleik kvenna, Brynjar Már spilar tvíliðaleik karla ásamt Piotr Cunev frá Moldavíu, Eysteinn og Einar spila einnig í tvíliðaleik karla nú seinnipartinn.

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu á youtube rás Badminton Europe.

Einnig er hægt að skoða öll nánari úrslit og tímasetningar einstakra leikja með því að smella hér.


109 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page