top of page
Search
  • bsí

Kári keppir á Írlandi


Kári Gunnarsson er nú staddur á Írlandi þar sem hann tekur þátt í AIG FZ Forza Irish Open mótinu sem er hluti af International Series mótaröðinni.

Kári var rétt í þessu að ljúka leik í 32 manna úrslitum gegn Dimitar Yanakiev frá Búlgaríu í hörku leik. Kári vann tapaði fyrstu lotunni 19-21 en vann þá næstu 21-16. Í oddalotunni fór leikurinn í upphækkun en Kári vann hana 22-20.

Kári er því kominn í 16 manna úrslitin og mætir hann þar dananum Mads Christophersen og fer sá leikur fram síðar í dag.

Hægt er fylgjast nánar með úrslitum frá mótinu með því að smella hér.


95 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page