top of page
Search
  • bsí

Unglingamót Aftureldingar hefst á laugardaginn


Á laugardag hefst Unglingamót Aftureldingar sem fer fram í Íþróttahúsinu að Varmá við Skólabraut, Mosfellsbæ. Mótið er hluti af unglingamótaröðinni og gefu stig á styrkleikalista mótaraðarinnar. Keppt verður í A og B flokki í flokkum U13-U19 en leikið verður í einum flokki í U11.

Dagskrá mótsins er eftirfarandi :

Laugardagur kl 10:00-12:00 Keppni í U11. Leiknar verða tvær lotur í 21 en án oddalotu. Stefnt að því að keppa eins marga leiki og mögulegt er í þessum flokki og allir fá þátttökuverðlaun í samræmi við stefnu ÍSÍ fyrir þennan aldursflokk.

Laugardagur kl 12:30-16:00 Keppni í U13, A og B flokki. Sunnudagur kl 9:30-13:00 Keppni í U15, A og B flokki. Sunnudagur kl 13:00-16:00 Keppni í U17+U19, A og B flokki.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.


208 views0 comments
bottom of page