top of page
Search
  • bsí

Gullmerki BSÍ og viðurkenningar fyrir landsleikjafjölda


Um helgina hélt Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur upp á 80. ára afmæli félagsins og var haldið glæsilegt afmælishóf í tilefni þess. Stjórn Badmintonsambands Íslands ákvað að því tilefni að heiðra 5 einstaklinga úr röðum TBR og sæma þá gullmerki sambandsins. Þökkum við öllu þessu góða fólki samstarfið í gegnum árin. Eftir taldir aðilar fengu Gullmerki BSÍ Árni Þór Hallgrímsson

Jónas Weicheng Huang

Hannes Ríkarðsson

Hængur Þorsteinsson

Unnur Einarsdóttir

Frá vinstri : Kjartan Valsson framkv.stj BSÍ, Árni Þór Hallgrímsson, Jónas Weichent Huang, Hængur Þorsteinsson, Hannes Ríkarðsson, Unnur Einarsdóttir og Kristján Daníelsson formaður BSÍ

Við þetta tilefni var einnig ákveðið að veita viðurkenningar fyrir þá leikmenn sem hafa spilað 50. , 100. eða 150 landsleiki fyrir hönd Íslands. Allir þeir leikmenn sem hafa náð þessum merka áfanga koma úr röðum Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur.

Þeir leikmenn sem hafa spilað 50.landsleiki fyrir Ísland eru

Árni Þór Hallgrímsson

Broddi Kristjánsson

Guðmundur Adolfsson

Helgi Jóhannesson

Kristín B. Kristjánsdóttir

Kristín Magnúsdóttir

Magnús Helgason

Ragna Ingólfsdóttir

Sigfús Ægir Árnason

Tinna Helgadóttir

Vigdís Ásgeirsdóttir

Þorsteinn Páll Hængsson

Þórdís Edwald

Broddi Kristjánsson hefur náð þeim glæsilega árangri að spila yfir 150 landsleiki fyrir Ísland og fékk hann viðurkenningu fyrir þann merka áfanga.

Frá vinstri : Kristján Daníelsson formaður BSÍ, Kristín B. Kristjánsdóttir, Guðmundur Adolfsson, Kristín Magnúsdóttir, Broddi Kristjánsson, Árni Þór Hallgrímsson, Sigfús Ægir Árnason og Kjartan Valsson framkv.stj BSÍ


290 views0 comments
bottom of page