Search
  • bsí

Íslenska landsliðið hefur leik á föstudag


Íslenska landsliðið heldur til Portúgal á morgun þar sem riðill liðsins í forkeppni fyrir Evrópumeistaramót landsliða fer fram. Ísland drógst í riðil 3 með Portúgal, Sviss og Hollandi. Það lið sem stendur uppi sem sigurvegari riðilsins fær þátttökurétt á Evrópumeistaramóti landsliða sem fram fer í Kaupmannahöfn, Danmörku 13. - 17. febrúar á næsta ári.

Fyrsti leikur Íslands er á föstudag þegar liðið mætir Hollendingum kl 19:30 að staðartíma.

Á laugardag leikur Ísland svo við Sviss og síðasti leikur liðsins fer fram á sunnudag gegn heimamönnum, Portúgal.

Hollendingar eru taldir sigurstranglegasta þjóðin til að vinna riðilinn en þeir eru í 18.sæti heimslistans. Ísland situr í sæti 48, Svisslendingar í sæti 46 og Portúgal í 50.sæti heimslistans. Ljóst er að mikið verður um jafna og spennandi leiki.

Lið Íslands skipa :

Arna Karen Jóhannsdóttir TBR

Margrét Jóhannsdóttir TBR

Sigríður Árnadóttir TBR

Davíð Bjarni Björnsson TBR

Kári Gunnarsson TBR

Kristófer Darri Finnsson TBR


128 views0 comments

Recent Posts

See All

TBR Opið 2021 fór fram um helgina

Júlíana og Daníel sigruðu í einliðaleik á TBR-opið 2021! TBR Opið, fór fram um helgina. Keppt var í öllum greinum í Úrvalsdeild, 1- deild og 2-deild. Daníel Jóhannesson TBR sigraði einliðaleik karla e