top of page
Search

Íslenska landsliðið hefur leik á föstudag

  • bsí
  • Dec 5, 2018
  • 1 min read

Íslenska landsliðið heldur til Portúgal á morgun þar sem riðill liðsins í forkeppni fyrir Evrópumeistaramót landsliða fer fram. Ísland drógst í riðil 3 með Portúgal, Sviss og Hollandi. Það lið sem stendur uppi sem sigurvegari riðilsins fær þátttökurétt á Evrópumeistaramóti landsliða sem fram fer í Kaupmannahöfn, Danmörku 13. - 17. febrúar á næsta ári.

Fyrsti leikur Íslands er á föstudag þegar liðið mætir Hollendingum kl 19:30 að staðartíma.

Á laugardag leikur Ísland svo við Sviss og síðasti leikur liðsins fer fram á sunnudag gegn heimamönnum, Portúgal.

Hollendingar eru taldir sigurstranglegasta þjóðin til að vinna riðilinn en þeir eru í 18.sæti heimslistans. Ísland situr í sæti 48, Svisslendingar í sæti 46 og Portúgal í 50.sæti heimslistans. Ljóst er að mikið verður um jafna og spennandi leiki.

Lið Íslands skipa :

Arna Karen Jóhannsdóttir TBR

Margrét Jóhannsdóttir TBR

Sigríður Árnadóttir TBR

Davíð Bjarni Björnsson TBR

Kári Gunnarsson TBR

Kristófer Darri Finnsson TBR


 
 
 

Comments


©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM

  • facebook
bottom of page