Þrír íslenskir keppendur munu taka þátt í Yonex Estonian International 2019 sem hefst á morgun en mótið er hluti af International Series mótaröðinni og gefur stig á heimslistann.
Eiður Ísak og Kristófer Darri taka þátt í forkeppni mótsins í einliðaleik karla. Kristófer Darri mun spila gegn Adel Hamek frá Alsír kl 7:40 að íslenskum tíma og Eiður Ísak mun spila gegn Joran Kweekel frá Hollandi kl 08:10.
Forkeppnin í einliðaleik klárast á morgun og þurfa strákarnir að vinna 3 leiki til að komast inn í aðalkeppni mótsins.
Eiður Ísak Broddason
Davíð Bjarni og Kristófer Darri spila svo í aðalkeppni mótsins í tvíliðaleik á föstudag. Þá munu þeir mæta Maxime Briot og Kenji Lovang frá Frakklandi og er sá leikur settur kl 13:10.
Hægt er að fylgjast úrslitum með því að smella hér.