top of page
Search
  • bsí

Reykjavík International Games 2019 hefst á laugardaginn


Á laugardag hefst Reykjavík International Games - Unglingameistaramót TBR sem fer fram í húsum TBR við Gnoðarvog og hefst keppni kl 09:00 bæði á laugardag og sunnudag. Mótið er hluti af unglingamótaröðinni og gefur stig á styrkleikalista mótaraðarinnar.

146 keppendur eru skráðir til leiks. Þar af eru um 50 keppendur frá Færeyjum og verður gaman að sjá íslensku þátttakendurnar etja kappi við þá. Einnig koma um 50 foreldrar og þjálfara frá Færeyjum og verður því mjög fjölmennt á mótinu. Keppt verður í flokkum U13 - U19 í öllum greinum og einnig verður keppt í einliðaleik í U11.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.


143 views0 comments
bottom of page