Search
  • bsí

BH eru Íslandsmeistarar liða í A.deild


BH eru Íslandsmeistarar liða í A.deild.

Nú rétt í þessu var að klárast keppni í A.deild þar sem lið BH (Badmintonfélags Hafnarfjarðar) stóð uppi sem sigurvegari.

Var spilað í fjögurra liða riðli þar sem öll lið spiluðu gegn hvert öðru. Voru þrú lið sem voru jöfn að stigum og þurfti því að fara í talningu á fjölda sigraðra leikja innan hverrar viðureignar til að skera úr um úrslit.

ÍA / UMFS lenti í öðru sæti. Í þriðja sæti voru TBR - Sleggjur og TBR - Veirurnar urðu í fjórða sæti.

Hver viðureign innihélt 8 leiki sem skiptust þannig :

  • 2 einliðaleikir karla

  • 1 einliðaleikur kvenna

  • 2 tvíliðaleikir karla

  • 1 tvíliðaleikur kvenna

  • 2 tvenndarleikir

Lið BH skipa :

Anna Lilja Sigurðardóttir

Elín Ósk Traustadóttir

Irena Ásdís Óskarsdóttir

Borgar Ævar Axelsson

Geir Svanbjörnsson

Kristinn Ingi Guðjónsson

Steinþór Emil Svavarsson

Öll úrslit er hægt að skoða hér.


255 views0 comments

Recent Posts

See All

Kári hefur leik í dag

Kári Gunnarsson hefur leik á Evrópumeistaramóti einstaklinga nú í dag. Mun hann mæta Christian Kirchmayr frá Sviss og fer leikurinn þeirra fram á velli 1 og er sá þriðji í röðinni á þeim velli í dag.

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM