top of page
Search
  • bsí

RSL er nýr styrktaraðili Badmintonsambands Íslands


Frá vinstri : Einar Þór Magnússon RSL á Íslandi, Kristján Daníelsson formaður BSÍ, Rasmus Skousen frá RSL í Evrópu og Kjartan Valsson framkvæmdastjóri BSÍ

Í dag var skrifað undir í höfuðstöðvum Badmintonsambandsins samstarfssamningur á milli Badmintonsambands Íslands, RSL á Íslandi og RSL í Evrópu. Orrabúð ehf nýr umboðsaðili fyrir RSL á Íslandi hafði milligöngu um að koma á samstarfssamningi á milli Badmintonsambandsins og RSL í Evrópu sem gildir til þriggja ára. Samningurinn felur í sér að öll landslið Íslands munu eingöngu nota fatnað frá RSL í landsliðsverkefnum og kúlur frá RSL á öllum æfingum og í öllum keppnum á vegum Badmintonsambandsins. RSL í Evrópu og RSL á Íslandi munu leggja Badmintonsambandinu til allan fatnað fyrir leikmenn allra landsliða Íslands í Badminton næstu þrjú árin.

„Það er mikið fagnaðarefni að fá sterkan bakhjarl sem er tilbúinn til að styðja við það góða starf sem unnið er á vegum sambandsins. Þessi samningur gerir okkur kleift að nýta þá fjármuni sem við höfum úr að spila í að auka útbreiðslu íþróttarinnar og styðja við bakið á bæði afreksfólki í íþróttinni og hinum almenna iðkanda. Nýr umboðsaðili RSL á Íslandi hefur sýnt því mikinn áhuga að styðja við sambandið og finna leiðir til að auka áhuga á íþróttinni og auka útbreiðslu og það er okkur fagnaðarefni að fá öflugt fyrirtæki eins og RSL í Evrópu til að vinna með sambandinu og styðja þau verkefni sem við erum að vinna að. Landsliðin okkar munu fá glæsilega nýja landsliðsbúninga og svo mun alþjóðlega mótið okkar Iceland International nú bera nafn RSL næstu þrjú árin en mótið hefur farið ört stækkandi“. segir Kjartan Ágúst Valsson framkvæmdastjóri Badmintonsambands Íslands.

"Það er okkur sem nýjum dreifingaraðila fyrir RSL vörur mjög gleðilegt að hafa haft milligöngu um samstarf RSL í Evrópu og Badmintonsambandsins. RSL á Íslandi vill vinna með bæði með félögum hér á landi og einnig með sambandinu að aukinni útbreiðslu íþróttarinnar. Fyrsta skrefið er að gera þennan samstarfssamning við Badmintonsambandið en einnig höfum við á prjónunum samninga við aðildarfélög sambandsins“ segir Einar Þór Magnússon eigandi RSL á Íslandi.

Um RSL. Félagið var stofnað árið 1928 og hefur verið þekktast fyrir að framleiða Badmintonkúlur og hefur nokkuð sterka stöðu á þeim markaði. Undanfarin ár hefur félagið verið að auka vöruúrvalið og einbeitt sér að framleiðslu á spöðum og fatnaði fyrir badmintoniðkendur með góðum árangri. Í dag er RSL styrktaraðili íslenska, danska og sænska badmintonsambandsins.

Davíð Bjarni Björnsson, Sigríður Árnadóttir, Margrét Jóhannsdóttir og Daníel Jóhannesson


576 views0 comments
bottom of page