top of page
Search
  • bsí

Kristófer og Margrét unnu þrefalt á Reykjavíkurmóti fullorðinna


Um helgina fór fram Reykjavíkurmót fullorðinna en mótið er hluti af stjörnumótaröð sambandsins og gefur stig á styrkleikalista þess.

Kristófer Darri Finnsson TBR og Margrét Jóhannsdóttir TBR unnu þrefalt á mótinu og er þetta fimmta mótið á þessu keppnistímabili sem Kristófer nær þessum áfanga.

Margrét Jóhannsdóttir og Kristófer Darri Finnsson

Meistaraflokkur

Í einliðaleik karla mættust í úrslitum Kristófer Darri Finnsson TBR og Daníel Jóhannesson TBR þar sem Kristófer vann leikinn 21 - 18 og 21 - 19.

Í einliðaleik kvenna mættust Sigríður Árnadóttir TBR og Margrét Jóhannsdóttir TBR. Vann Margrét leikinn nokkuð örugglega 21 - 14 og 21 - 8.

Í tvíliðaleik karla mættust í úrslitum Kristófer Darri Finnsson / Davíð Bjarni Björnsson TBR og Daníel Jóhannesson / Jónas Baldursson TBR. Þurfti þrjár lotur til að knýja fram úrslitin. Fyrstu lotuna unnu Daníel og Jónas 25 - 23 en Davíð og Kristófer unnu svo aðra lotuna 21 - 17 og þá þriðju 21 - 17. Kristófer og Davíð hafa unnið öll mótin sem búin eru í tvíliðaleik á þessu tímabili.

Í tvíliðaleik kvenna mættust í úrslitum Margrét Jóhannsdóttir / Sigríður Árnadóttir TBR og Erla Björn Hafsteinsdóttir / Elín Þóra Elíasdóttir BH / TBR. Þurfti einnig oddalotu til að fá úrslitin úr þessum leik. Margrét og Sigríður unnu fyrstu lotuna 21 - 15 en Erla og Elín unnu þá seinni 21 - 14. Sigríður og Margrét unnu svo þriðju lotuna sannfærandi 21 - 5.

Í tvenndarleik mættust Kristófer Darri Finnsson / Margrét Jóhannsdóttir TBR og Eiður Ísak Broddason / Halla María Gústafsdóttir TBR / BH. Unnu Kristófer og Margrét öruggan sigur 21 - 10 og 21 - 9.

A.flokkur

Í einliðaleik karla sigraði Einar Sverrison TBR en hann mætti Andra Broddasyni í úrslitaleik. Vann Einar leikinn 22 - 20 og 21 - 16.

Í einliðaleik kvenna mættust Lilja Bu TBR og Ivalu Birna- Falck Petersen Samerherja og var það Lilja Bu sem sigraði leikinn 21 - 9 og 21 - 18.

Í tvíliðaleik karla voru það Bjarni Þór Sverrisson / Gústav Nilsson TBR en þeir léku gegn Andra Broddasyni / Einari Sverrissyni TBR. Var leikurinn gríðar spennandi en lauk að lokum með sigri Bjarna og Gústavs 21 - 18, 18 - 21 og 21 - 19.

Í tvíliðaleik kvenna mættust Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir / Guðrún Björk Gunnarsdóttir TBR og Björk Orradóttir / Lilja Bu TBR. Unnu Guðbjörg og Guðrún 21 - 12, 15 - 21 og 21 - 11.

Í tvenndarleik mættust svo Gústav Nilsson / Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR og Einar Sverrisson og Björk Orradóttir TBR. Unnu Gústav og Guðbjörg 21 - 17 og 21 -19.

B.flokkur

Í einliðaleik karla mættust Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH og Þórarinn Heiðar Óskarsson Aftureldingu. Var það Kristian sem vann leikinn 16 - 21, 21 - 18 og 21 - 16.

Í einliðaleik kvenna var spilað í 3ja manna riðli þar sem Rakel Rut Kristjánsdóttir BH vann báða sína leiki. Í öðru sæti var Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu

Í tvíliðaleik karla mættust Gabríel Ingi Helgason / Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH og Arnór Tumi Finnsson / Sebastían Vignisson ÍA / BH. Unnu Gabríel og Kristian leikinn 21 - 18, 11 - 21 og 25 - 23.

Í tvíliðaleik kvenna mættust Anna Ósk Óskarsdóttir / María Kristinsdóttir BH og Erla Rós Heiðarsdóttir / Sunna Karen Ingvarsdóttir BH / Afturelding. Voru það Anna og María sem unnu nokkuð öruggan sigur 21 - 11 og 21 - 12.

Í tvenndarleik spiluðu Egill Magnússon / Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu gegn Helga Jónssyni / Elísu Wang TBR. Voru það Egill og Sunna sem unnu leikinn 21 - 15 og 21 - 10.

Öll nánari úrslit frá mótinu má finna með því að smella hér.


70 views0 comments
bottom of page