top of page
Search
  • bsí

Kári úr leik í Hollandi


Kári Gunnarsson tók þátt í 20th Victor Dutch International 2019 en mótið er hluti af International Series mótaröðinni og gefur stig á heimslistann. Kári mætti í fyrstu umferð Julien Carraggi frá Belgíu og þurfti að játa sig sigraðan 21 - 17 og 21 - 14. Kári er sem stendur í 145.sæti heimslistans en Julien er í sæti 253.

Fyrri lotan var mjög jafn framan af og var staðan 16 - 16 en þá náði Julien að slíta sig frá Kára. Í seinni lotunni var leikurinn jafn fram að stöðunni 8 - 8 en eftir það var Julien með yfirhöndina allan tímann.

Hægt er að skoða frekari úrslit frá mótinu með því að smella hér.

Næsta mót Kára verður í Brasilíu dagana 2. - 5. maí en þá tekur hann þótt í 34th Brazil International Challenge 2019.


77 views0 comments
bottom of page