Search
  • bsí

Kristófer og Margrét komust í 8 liða úrslit


Kristófer Darri Finnsson og Margrét Jóhannsdóttir

Tvö íslensk tvenndarleikspör spiluðu í dag í 16 liða úrslitum á Yonex Latvia International.

Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir léku gegn danska parinu Oliver Lau og Anna-Sofie Hauser Ruus sem áður höfðu slegið út annað íslenskt par. Daníel og Sigríður töpuðu fyrstu lotunni 19-21 en unnu þá seinni 21-17. Í oddalotunni reyndust danirnir of sterkir og unnu þá lotu nokkuð örugglega 10-21.

Kristófer Darri Finnsson og Margrét Jóhannsdóttir mættu Arman Murzabekov og Katsiaryna Zablotskaya frá Kasakstan og Hvíta Rússlandi. Unnu íslenska parið þann leik nokkuð örugglega 21-16 og 21-9. Í 8 liða úrslitunum spiluðu Kristófer og Margrét svo við Matthias Kicklitz og Thuc Phuong Nguyen frá Þýskalandi og þurftu að játa sig sigruð 15-21 og 17-21.

Hafa því allir íslendingarnir lokið leik á Yonex Latvia International. Á morgun heldur hópurinn til Litháen þar sem þau taka þátt í RSL Lithuanian International en það mót fer fram dagana 6. - 9. júní.

Hægt er að sjá frekari úrslita frá Yonex Latvia International með því að smella hér.

Hér er svo hægt að sjá dráttinn og tímasetningu einstakra leikja í RSL Lithuanian International.


80 views0 comments

Recent Posts

See All

Áramótaannáll 2020

Við áramót er hefð að líta yfir árið sem er að líða og skoða helstu viðburði og afrek. Þetta ár hefur verið mjög frábrugðið öðrum árum með tilkomu Covid en mótahald auk æfinga hafa legið niðri stóran

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM