top of page
Search
  • bsí

Dregið var í European Games í dag - Kári tekur þátt


Dregið var í European Games (Evrópuleikarnir) nú í dag en mótið er haldið á fjögurra ára fresti og fer að þessu sinni fram í Minsk, Hvíta-Rússlandi dagana 24. - 30. júní. Fer það eftir styrkleikalista Evrópu hvaða leikmenn komast inn á mótið. Evrópuleikarnir gefa stig á heimslistann og eru flestir af bestu leikmönnum Evrópu skráðir til leiks. Viktor Axelsen er með fyrstu röðun í einliðaleik karla og Anders Antonsen aðra röðun.

Keppt verður í fjögurra manna riðlum í einliðaleik og mun sigurvegari hvers riðils komast áfram. Að riðlikeppninni lokinni er svo hreinn útsláttur.

Kári Gunnarsson drógst í D-riðil ásamt Brice Leverdez frá Frakklandi en hann er með fjórðu röðun í mótinu. Ásamt þeim eru í D-riðli Luka Milic frá Serbíu og Christian Kirchmayr frá Sviss. Kári er sem stendur í 144.sæti heimslistans, Luka Milic er í 184.sæti, Christian Kirchmayr í 171.sæti og Brice Leverdez er í 33.sæti heimslistans.

Atli Jóhannesson aðstoðarlandsliðsþjálfari mun fara með Kára.

Hægt er að sjá nánari niðurröðun fyrir Evrópuleikana með því að smella hér.


63 views0 comments
bottom of page