top of page
Search
  • bsí

Davíð Bjarni og Kristófer Darri úr leik


Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson eru úr leik í tvíliðaleik karla á RSL Lithuanian 2019 en þeir spiluðu undanúrslitaleikinn nú í morgun. Þar mættu þeir dönunum Emil Lauritzen og Mads Muurholm og reyndust danirnir of sterkir. Lauk leiknum 21-14 og 21-18.

Flottur árangur hjá þeim Davíð Bjarna og Kristófer Darra.

Hægt er að skoða öll nánari úrslit frá mótinu með því að smella hér.


98 views0 comments
bottom of page