top of page
Search
  • bsí

Landsliðsmál


Í gær fór fram opinn fundur um landsliðsmál BSÍ. Voru þar kynntar þær breytingar sem búið er að gera á landsliðsmálum sambandsins. Verður fyrirkomulagið þannig að leikmenn þurfa að sækja um óski þeir eftir að vera í Afrekshóp eða Úrvalshóp U15-U19 og munu landsliðsþjálfarar velja úr umsóknum. Leikmenn þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði til þess að eiga þess kost á að vera valdir í þessa tvo hópa en einnig gildir mat landsliðsþjálfara. Þá munu einnig vera Landsliðshópur eldri og Landsliðshópur yngri en landsliðsþjálfarar velja í þessa hópa.

Munu því vera 4 landsliðshópar :

Afrekshópur

Úrvalshópur U15 - U19

Landsliðshópur eldri

Landsliðshópur yngri

Allar nánari skýringar vegna þessar breytinga og útskýringar á hópunum má finna með því að smella hér.


260 views0 comments
bottom of page