top of page
Search
  • bsí

European Games - Kári í eldlínunni í kvöld


Kári Gunnarsson og Atli Jóhannesson aðstoðarlandsliðsþjálfari

Kári Gunnarsson hefur leik í kvöld í einliðaleik karla á European Games ( Evrópuleikarnir ) en leikarnir eru haldnir fjórða hvert ár. Fara leikarnir fram í Minsk, Hvíta-Rússlandi að þessu sinni.

Kári keppir í D riðli ásamt Brice Leverdez frá Frakklandi, Luka Milic frá Serbíu og Christian Kirchmayr frá Sviss.

Kári hefur leik í kvöld kl 19:00 að íslenskum tíma og mætir hann þá Christian Kirchmayr. Á morgun mætir hann svo Brice Leverdez á sama tíma og á miðvikudag keppir hann gegn Lika Milic kl 16:00 að íslenskum tíma. Tveir leikmenn fara upp úr riðlinum og áfram í 16 manna úrslit þar sem er hreinn útsláttur.

Þá verður hægt að sjá beinar útsendingar frá badmintoni á Olympic Channel en linkinn má finna hér.


148 views0 comments
bottom of page