top of page
Search
  • bsí

Erfiður leikur við Brice Leverdez


"Kári lék annan leik sinn á Evrópuleikunum í gær gegn Brice Leverdez frá Frakklandi.

Hann er ofarlega á heimslista og einn af þeim sem er að reyna vinna mótið. Við vissum því að það yrði á brattan að sækja. Í upphafi leiksins sló Kári þrjá bolta út fyrir völlinn að aftan svo hann fann fljótlega að boltarnir voru mun hraðri heldur en í leiknum á undan. Hann lenti því fljótlega undir i lotunni og staðan í hlénu var 11-5 fyrir frakkann. Kári fór inn með svipað plan og í leikinn á undan. Hann vildi reyna sækja og fá hraðabreytingar i spilið og komast í netið ásamt að nota feluhögg. Við töluðum líka um að það yrði mikilvægt að finna rétta lengd. Seinni parturinn af lotunni spilaðist svipað og fyrri parturinn og sá franski hafði betur 21-10. Seinni lotan spilaðist betur og í hléinu leiddi frakkinn aðeins með einu stigi. Kári byrjaði að finna leiðir til að skora stig úr sókninni með þvi að nota fjölbreytt högg á afturvellinum að auki sem hann spilaði góð rallý án þess að gera mörg mistök. Kári náði 14-12 forystu í seinni lotunni og var að spila gott badminton. Þá skoraði franski fjögur stig í röð og komst í 16-14. Hann bætti síðan í og endaði á þvi að vinna lotuna 21-16 en spilamennska Kára var nokkuð góð. Eftir leikinn sagði Kári að hann er ekki vanur þessu tempói á spili en það var mjög hratt. Var spilið ekki einu sinni svona hratt meðan hann æfði á Spáni með landsliðsmönnum þar. Honum fannst seinni lotan betri en þá hélt hann vel í við frakkann og réð við spilið en til að sigra þarf að geta haldið þessu spili allan leikinn sem er hægara sagt en gert" sagði Atli Jóhannesson aðstoðarlandsliðsþjálfari.

Síðasti leikur Kára í riðlinum fer fram í dag kl 16:00 að íslenskum tíma en þá mætir Kári serbanum Luka Milic.


78 views0 comments
bottom of page