top of page
Search
  • bsí

Kári úr leik á Evrópuleikunum


Kári Gunnarsson er úr leik á European Games (Evrópuleikunum). Kári spilaði þriðja leik sinn í D-riðli í gær þar sem hann mætti Luka Milic frá Serbíu. Var leikurinn gríðalega jafn fyrstu tvær lotunar en Kári varð að hætta leik í þriðju lotunni. Kári hafði tapað fyrstu lotunni 20-22 en vann aðra lotuna 25-23. Það var svo í stöðunni 6-11 þar sem Kári ákvað að hætta leik. "Kári gat ekki beitt sér að fullu í þessum leik vegna blöðru á fætinum. Spilið sem Kári reyndi að spila gekk þvi út a að hreyfa sig sem minnst. Kári píndi sig þvi töluvert og líklega mun meira en hann hefði átt að gera. Hann tapaði fyrstu lotunni mjög tæpt og vann svo seinni lotuna í upphækkun. Þegar oddalotan var hálfnuð þá ákvað Kári að nú væri nóg komið og hætti leik. Spilið i þessum leik var ekkert í líkingu við fyrri tvo leiki Kára og sást greinilega að hann fann til. Leiðinlegt að enda mótið svona en þvi fór sem fór".

Voru það Brice Leverdez og Christian Kirchmayr sem fóru upp úr D-riðli en Christian mætti Anders Antonsen í 16 manna úrslitum og tapaði gegn honum. Brice vann sinn leik í 16 manna úrslitum í oddalotu og er því kominn í 8 manna úrslit.


69 views0 comments
bottom of page