top of page
Search
  • bsí

Sigur hjá Erlu og Mark - Drífa og Jesper úr leik


Erla Björg Hafsteinsdóttir og Mark Mackey unnu sinn leik í 32 liða úrslitum í tvenndarleik í flokki +40. Þau mættu dönunum Johnny Hast Hansen og Jennu Vang Nielsen og unnu Erla og Mark fyrri lotuna 21-19 og unnu svo þá seinni mjög örugglega 21-9. Eru þau því komin í 16 liða úrslit þar sem þau mæta pólsku pari og fer sá leikur fram á morgun.

Drífa Harðardóttir og Jesper Thomsen spiluðu einnig í dag í 32 liða úrslitum í tvenndarleik í flokki +35. Þau mættu Tommy Sorensen og Lisbeth T. Haagensen frá Danmörku en þeim er raðað nr 2 inn í mótið. Fyrri lotan var mjög jöfn en lauk með sigri dananna 25-23 og í seinni lotunni höfðu danirnir betur 21-12. Eru því Drífa og Jesper dottin úr keppni í tvenndarleik.

Erla Björg og Drífa leika tvíliðaleik sinn á morgun en þar mæta þær Urszulu Grzadzielska-Zblewska og Joönnu Szlezxynska-Logosz.

Hægt er að sjá öll nánari úrslit og dagskrá morgundagsins með því að smella hér.

Einnig eru beinar útsendingar og upptökur frá mótinu hægt að finna með því að smella hér.


91 views0 comments
bottom of page