top of page
Search
  • bsí

Erla og Drífa komnar í 8 liða úrslit á HM öldunga


Erla Björg Hafsteinsdóttir og Drífa Harðardóttir eru komnar í 8 liða úrslit á HM öldunga, flokki +40, eftir öruggan sigur nú í morgun á pólverjunum Urzulu Grzadielska-Zbleska og Joönnu Szleszynska-Logosz. Fyrri lotuna unnu Erla og Drífa 21-7 og þá seinni unnu þær 21-12. Í 8 liða úrslitunum munu þær mæta Petru Schluter, Þýskalandi, og Pawarisu Wareechol, Svíþjóð en þeim er raðað nr 5 inn í mótið. Fer leikurinn fram á morgun en ekki er komin tímasetning á hann.

Erla og Mark spila svo tvenndarleik sinn í 16 liða úrslitum seinna í dag.


106 views0 comments
bottom of page