top of page
Search
  • bsí

Kári keppir á Barbados - kominn í 8 manna úrslit


Kári Gunnarsson er þessa dagana staddur á Barbados þar sem hann tekur þátt í alþjóðlega mótinu 2019 Carebaco International en mótið er hluti af International Series mótaröðinni.

Kári hóf leik í aðalkeppninni í 32 manna úrslitum þar sem hann er með 5 röðun inn í mótið. Kári mætti í gær Gareth Henry frá Jamaíka en Gary er í 323.sæti heimslistans í einliðaleik en Kári situr í sæti 162.

Kári tapaði fyrstu lotunni 16-21 en vann aðra lotuna 21-8. Í oddalotunni vann svo Kári 21-16 og komst því í 16 manna úrslit sem einnig voru leikin í gær. Í 16 manna úrslitunum mætti Kári, Soren Opti frá Súrínam og vann Kári þann leik 21-11 og 21-17.

Mun Kári leika í dag í 8 manna úrslitunum gegn Milan Dratva frá Slóveníu en hann situr í 188.sæti heimslistans í einliðaleik.

Nánari úrslit og tímasetningar einstakra leikja má finna meðe því að smella hér.


73 views0 comments
bottom of page