top of page
Search
  • bsí

Kári kominn í 16 manna úrslit í Hvíta-Rússlandi


Kári Gunnarsson er nú staddur í Hvíta-Rússlandi þar sem hann tekur þátt í Belarus International 2019 en mótið er hluti af International Series mótaröðinni og gefur stig á heimslistann. Kári er sem stendur í 145.sæti heimslistans í einliðaleik karla. Hann mætti nú í dag Daniel Fan frá Ástralíu en Daniel er í 153.sæti heimslistans.

Vann Kári leikinn í tveimur lotum 21-15 og 21-19 og er því kominn í 16 manna úrslitin sem fara fram á morgun en þar mætir hann Aram Mahmoud frá Hollandi en Aram er í 183.sæti heimslistans.

Hægt er að skoða nánari úrslit frá mótinu með því að smella hér.


51 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page