Search
  • bsí

Kári vann í odda


Kári Gunnarsson lék nú í morgun gegn Aram Mahmoud frá Hollandi á Belarus International 2019 mótinu. Léku þeir í 16 manna úrslitum og var leikurinn mjög spennandi. Kári tapaði fyrstu lotunni 13-21 en vann þá næstu 21-15. Oddalotan var gríðarlega jöfn en Kári hafði betur 21-19 og er því kominn í 8 manna úrslit þar sem hann mun mæta Raul Must frá Eistlandi. Raul er raðað nr 6 inn í mótið en hann situr í 92.sæti heimslistans í einliðaleik karla.

Má sjá öll nánari úrslit frá mótinu með því að smella hér.


82 views0 comments

Recent Posts

See All

Kári hefur leik í dag

Kári Gunnarsson hefur leik á Evrópumeistaramóti einstaklinga nú í dag. Mun hann mæta Christian Kirchmayr frá Sviss og fer leikurinn þeirra fram á velli 1 og er sá þriðji í röðinni á þeim velli í dag.

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM