top of page
Search

Atli Jóhannesson lætur af störfum sem aðstoðarlandsliðsþjálfari

  • bsí
  • Sep 2, 2019
  • 1 min read

Kári Gunnarsson t.v og Atli Jóhannesson t.h

Eftir þriggja ára starf hjá Badmintonsambandi Íslands hefur Atli Jóhannesson, aðstoðarlandsliðsþjálfari í badminton, ákveðið að láta af því starfi hjá sambandinu. Atli hefur þjálfað A landslið og unglingalandslið Íslands síðustu þrjú ár með góðum árangri.

Badmintonsambandið þakkar Atla innilega fyrir gott starf í þágu íþróttarinnar. Atli mun þó ekki segja alfarið skilið við þjálfun en hann mun áfram starfa sem þjálfari keppnishópa hjá Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur líkt og hann hefur gert síðustu ár.


 
 
 

Comentarios


©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM

  • facebook
bottom of page