top of page
Search
  • bsí

Davíð Bjarni og Lilja Bu unnu Einliðaleiksmót TBR


Fyrsta mót Hleðslubikarsins, Einliðaleiksmót TBR, var haldið föstudaginn 6.september. Eingöngu var keppt í einliðaleik í Meistaraflokki.

15 keppendur voru í karlaflokki og var það Davíð Bjarni Björsson TBR sem stóð uppi sem sigurvegari mótsins eftir að hafa unnið Eið Ísak Broddason TBR í úrstlitum 15-21, 21-18 og 21-11.

Í einliðaleik kvenna voru fimm keppendur skráðir til leiks. Sigurvegarinn í einliðaleik kvenna var Lilja Bu TBR en hún sigraði Júlíönu Karítas Jóhannsdóttur TBR í úrslitum 21 - 15 og 21 - 18.

Lilja Bu t.v og Júlíana Karitast Jóhannsdóttir t.h

Hægt er að sjá öll nánari úrslit frá mótinu með því að smella hér.


112 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page