Search
  • bsí

Kári spilaði í Úkraínu


Kári Gunnarsson tók þátt í alþjóðlegu móti í Úkraínu um síðustu helgi. Mótið hét RSL Kharkiv International 2019 og var hluti af International Challenge mótaröðinni og gaf stig á alþjóðlega heimslistann.

Kári hóf leik í forkeppni mótsins þar sem 43 keppendur hófu leik og voru 8 sæti laus í aðalkeppni mótsins. Kári mætti í fyrsta leik forkeppninnar Oleg Amason frá Úkraínu og vann Kári þann leik 21-12 og 21-12. Í næstu umferð mætti Kári, Shaun Ekengren frá Svíþjóð og vann Kári þann leik 21-12 og 21-13 og með því vann hann sig inn í aðalkeppni mótsins.

Þar spilaði hann gegn B.R. Sankeerth frá Kanada í 32 manna úrslitum en B.R. Sankeerth situr í 102.sæti heimslistans í einliðaleik karla en Kári er í 139.sæti. B. R. Sankeerth vann fyrstu lotuna 21-19 en Kári vann þá seinni 21-23. Í oddalotunni vann svo Sankeerth 21-8.

Hægt er að sjá öll frekari úrslit frá mótinu með því að smella hér.


66 views0 comments

Recent Posts

See All

TBR Opið 2021 fór fram um helgina

Júlíana og Daníel sigruðu í einliðaleik á TBR-opið 2021! TBR Opið, fór fram um helgina. Keppt var í öllum greinum í Úrvalsdeild, 1- deild og 2-deild. Daníel Jóhannesson TBR sigraði einliðaleik karla e