top of page
Search
  • bsí

HM U19 - tap gegn Litháen og Þýskalandi. Ísland mætir Noregi seinna í dag


Yfirlitsmynd frá höllinni þar sem mótið er haldið

Íslenska landsliðið hóf leik í gær á Heimsmeistaramóti U19 landsliða. Ísland er í riðli H2 ásamt Þýskalandi og Litháen. Vitað var að báðir leikirnir yrðu erfiðir en þá sérstaklega leikurinn gegn þjóðverjum enda þeir með röðun inn í mótið. Ísland mætti Liháen í fyrsta leik sínum í riðlinum og fór svo að Liháen vann 5-0 sigur á Íslandi. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá úrslit leikjanna gegn Litháen.

Seinni leikur Íslands fór fram nú í morgun þar sem þau mættu þjóðverjum og var sá leikur mjög erfiður.

Vann Þýskaland leikinn örugglega 5-0 og unnu þar með riðilinn.

Nánari úrslit frá leiknum má sjá á myndinni hér að neðan.

Ísland endaði því í þriðja sæti H2 riðils. Riðill H1 og H2 spila svo sín á milli núna á eftir, þannig að efsta lið í riðli H1 mætir efsta liði í riðli H2. Liðin í riðli H1 eru Kína, Skotland, Noregur og var það Noregur sem endaði í þriðja sæti í riðli H1 og mætast því Ísland og Noregur kl 16 í dag.

Öll nánari úrslit frá Heimsmeistaramóti U19 landsliða má finna með því að smella hér.


92 views0 comments
bottom of page