Search
  • bsí

HM U19 - tap gegn Litháen og Þýskalandi. Ísland mætir Noregi seinna í dag


Yfirlitsmynd frá höllinni þar sem mótið er haldið

Íslenska landsliðið hóf leik í gær á Heimsmeistaramóti U19 landsliða. Ísland er í riðli H2 ásamt Þýskalandi og Litháen. Vitað var að báðir leikirnir yrðu erfiðir en þá sérstaklega leikurinn gegn þjóðverjum enda þeir með röðun inn í mótið. Ísland mætti Liháen í fyrsta leik sínum í riðlinum og fór svo að Liháen vann 5-0 sigur á Íslandi. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá úrslit leikjanna gegn Litháen.

Seinni leikur Íslands fór fram nú í morgun þar sem þau mættu þjóðverjum og var sá leikur mjög erfiður.

Vann Þýskaland leikinn örugglega 5-0 og unnu þar með riðilinn.

Nánari úrslit frá leiknum má sjá á myndinni hér að neðan.

Ísland endaði því í þriðja sæti H2 riðils. Riðill H1 og H2 spila svo sín á milli núna á eftir, þannig að efsta lið í riðli H1 mætir efsta liði í riðli H2. Liðin í riðli H1 eru Kína, Skotland, Noregur og var það Noregur sem endaði í þriðja sæti í riðli H1 og mætast því Ísland og Noregur kl 16 í dag.

Öll nánari úrslit frá Heimsmeistaramóti U19 landsliða má finna með því að smella hér.


89 views0 comments

Recent Posts

See All

TBR Opið 2021 fór fram um helgina

Júlíana og Daníel sigruðu í einliðaleik á TBR-opið 2021! TBR Opið, fór fram um helgina. Keppt var í öllum greinum í Úrvalsdeild, 1- deild og 2-deild. Daníel Jóhannesson TBR sigraði einliðaleik karla e