Search
  • bsí

Sigur gegn Mongólíu en tap gegn Úganda


Íslenska U19 landsliðið lék í gær um 41. - 43. sæti Heimsmeistaramóts U19 landsliða. Ísland lék fyrst gegn Úganda þar sem Úganda fór með sigur 3-2 í leiknum. Júlíana Karitas Jóhannsdóttir mætti Fadilah Shamika Mohamed Rafi og var leikurinn gríðarlega jafn og spennandi. Fór svo að Júlíana vann leikinn 26-24, 18-21 og 19-21. Í einliðaleik karla mættust Gústav Nilsson og Brian Kasirye þar sem Brian vann nokkuð örugglega 21-10 og 21-11. Lilja Bu og Karolina Prus spiluðu svo tvíliðaleik kvenna gegn HUsinu Kobugabe og Trazy Naluwooza og endaði sá leikur með sigri Úganda 21-12 og 21-13. Andri Broddason og Brynjar Már Ellertsson léku tvíliðaleik karla gegn Arshath Mohamed Nazurudheen Vaheed og Samuel Wasswa. Unnu Andri og Brynja góðan sigur 12-21 og 12-21. Úrslitaleikurinn um sigurinn var því tvenndarleikur það sem Brynjar Már Ellertsson og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir lékur fyrir Íslands hönd gegn Brian Kasirye og Husinu Kobugabe. Fór leikurinn í oddalotu þar sem íslendingarnir urðu að játa sig sigruð 21-18, 17-21 og 21-6.

Mongólía og Ísland mættust svo síðar um daginn þar sem Ísland vann öruggan 4-1 sigur á Mongólíu.

Fyrsti leikur viðureignarinnar var tvenndarleikur þar sem Gústav Nilsson og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir mættu þeim Yesum-Erdene Munkhbaatar og Munkhnar Lkhagvasuren þar sem Gústav og Júlíana unnu 21-12, 18-21 og 21-11. Lilja Bu spilaði svo einliðaleik kvenna þar sem hún mætti Kherlen Darkhanbaatar og vann Lilja góðan sigur 21-15 og 21-15. Þriðji leikur viðureignarinnar var svo einliðaleikur karla en Andri Broddason lék hann fyrir Ísland þar sem hann mætti Sumiyasuren Enkhbat og átti Andri á brattann að sækja gegn honum. Vann Sumiyasuren þann leik 12-21 og 7-21. Júlíana Karitas Jóhannsdóttir og Karolina Prus léku svo tvíliðaleik kvenna gegn Kherlen Darkhanbaatar og Munkhnar Lkhagvasuen og unnu öruggan sigur 12-10 og 21-9. Síðasti leikurinn var svo tvíliðaleikur karla þar sem Andri Broddason og Brynjar Már Ellertsson léku gegn Sumiyasuren Enkhbat og Yeseun-Erdene Munkhbaatar. Fór leikurinn í oddalotu þar sem íslensku strákarnir unnu 21-15, 14-21 og 21-15.

Mongólía og Úganda mætast svo nú í dag kl 11:00 og kemur því í ljós eftir þann leik í hvaða sæti Ísland endar á mótinu.

Öll nánari úrslit má finna með því að smella hér.


126 views0 comments

Recent Posts

See All

Áramótaannáll 2020

Við áramót er hefð að líta yfir árið sem er að líða og skoða helstu viðburði og afrek. Þetta ár hefur verið mjög frábrugðið öðrum árum með tilkomu Covid en mótahald auk æfinga hafa legið niðri stóran

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM