Search
  • bsí

Brynjar Már og Karolina komin áfram í tvenndarleik á HM U19


Annar dagur HM U19 var í dag. Brynjar Már Ellertsson og Karolina Prus eru komin áfram í tvenndarleik en aðrir íslenskir keppendur hafa lokið leik á mótinu.

Ísland átti tvö íslensk pör í tvenndarleik. Gústav Nilsson og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir mættu Jack Wang og Ellu Smith frá Nýja Sjálandi í fyrstu umferð mótsins þar sem Jack og Ella unnu 21-13 og 21-11. Brynjar Már Ellertsson og Karolina Prus mættu pari frá Uzbekistan og unnu þann leik 21-18 og 21-9 og eru þar með komin í aðra umferð mótsins og fer sá leikur fram á morgun.

Júlíana Karitas Jóhannsdóttir og Karolina Prus spiluðu í tvíliðaleik kvenna þar sem þær léku gegn Adith Bhatt og Tanishu Crasto frá Indlandi og þurftu að játa sig sigraðar 21-6 og 21-5.

Öll nánari úrslit frá HM U19 má finna með því að smella hér.


123 views0 comments

Recent Posts

See All

Áramótaannáll 2020

Við áramót er hefð að líta yfir árið sem er að líða og skoða helstu viðburði og afrek. Þetta ár hefur verið mjög frábrugðið öðrum árum með tilkomu Covid en mótahald auk æfinga hafa legið niðri stóran

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM