top of page
Search
  • bsí

Brynjar Már og Karolina komin áfram í tvenndarleik á HM U19


Annar dagur HM U19 var í dag. Brynjar Már Ellertsson og Karolina Prus eru komin áfram í tvenndarleik en aðrir íslenskir keppendur hafa lokið leik á mótinu.

Ísland átti tvö íslensk pör í tvenndarleik. Gústav Nilsson og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir mættu Jack Wang og Ellu Smith frá Nýja Sjálandi í fyrstu umferð mótsins þar sem Jack og Ella unnu 21-13 og 21-11. Brynjar Már Ellertsson og Karolina Prus mættu pari frá Uzbekistan og unnu þann leik 21-18 og 21-9 og eru þar með komin í aðra umferð mótsins og fer sá leikur fram á morgun.

Júlíana Karitas Jóhannsdóttir og Karolina Prus spiluðu í tvíliðaleik kvenna þar sem þær léku gegn Adith Bhatt og Tanishu Crasto frá Indlandi og þurftu að játa sig sigraðar 21-6 og 21-5.

Öll nánari úrslit frá HM U19 má finna með því að smella hér.


127 views0 comments
bottom of page