top of page
Search
  • bsí

Meistaramót BH - úrslit


Meistaramót BH fór fram nú um helgina. Mótið er hluti af Hleðslubikar badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.

Júlíana Karitas Jóhannsdóttir (t.v) 2.sæti og Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH (t.h) 1.sæti í Einliðaleik Meistaraflokki kvenna

Meistaraflokkur :

Í einliðaleik karla var það Eiður Ísak Broddason TBR sem vann Jónas Baldursson TBR 21-16 og 21-13.

Í einliðaleik kvenna spiluðu til úrslita í mjög jöfnum leik Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR og Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH. Var það Sólrún Anna sem vann leikinn 21 - 19 og 12 - 19.

Í tvíliðaleik karla léku til úrslita Davíð Bjarni Björnsson TBR / Eiður Ísak Broddason TBR gegn Bjarka Stefánssyni TBR / Róberti Inga Huldarssyni BH. Voru það Davíð Bjarni og Eiður sem unnu 21 - 13 og 21 -11.

Í tvíliðaleik kvenna var spilað í fimm liða riðla og voru það Elsa Nilesen TBR og Erla Björg Hafsteinsdóttir BH sem unnu alla sína leiki örugglega. Í öðru sæti voru Karolina Prus TBR og Margrét Finnbogadóttir BH.

Í tvenndarleik unnu Davíð Bjarni Björnsson TBR / Erla Björg Hafsteinsdóttir BH þau Róbert Inga Huldarsson / Unu Hrund Örvar BH í tveimur lotum 21 - 15 og 22 - 20.

A flokkur :

Í einliðaleik karla sigraði Davíð Örn Harðarson TBR. Hann mætti Gabríel Inga Helgasyni í úrslitum þar sem Davíð vann 21-14 og 21-15.

Í einliðaleik kvenna mættur Eyrún Björg Guðjónsdóttir BH og María Rún Ellertsdóttir ÍA í úrslitaleik þar sem Eyrún sigraði 21-15 og 21-12.

Í tvíliðaleik karla mættust í úrslitum Gústav Nilsson / Stefán Árni Arnarsson TBR og Alex Harri Jónsson TBR / Þorvaldur Einarsson Aftureldingu. Voru það þeir Gústav og Stefán sem unnu leikinn 21-17 og 21-14.

Í tvíliðaleik kvenna var spilað í fimm liða riðli þar sem Anna Lilja Sigurðardóttir og

Elín Ósk Traustadóttir BH unnu alla sína leiki. Í öðru sæti voru svo María Rún Ellertsdóttir ÍA og Rakel Rut Kristjánsdóttir BH en þær unnu 3 leiki en töpuðu einum.

Í tvenndarleik mættust Gústav Nilsson / Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR og Borgar Ævar Axelsson / Anna Lilja Sigurðardóttir BH. Unnu Gústav og Guðbjörg leikinn eftir oddalotu 13-21, 21-16 og 21-15.

B flokkur :

Í einliðaleik karla mættust í úrslitum Eiríkur Tumi Briem TBR og Guðmundur Adam Gíga BH. Var það Guðmundur sem vann leikinn 21-10 og 21-18.

Í einliðaleik kvenna vann Natalía Ósk Óðinsdóttir BH en hún spilaði í úrslitum gegn Margréti Guangbing Hu frá Hamar.

Í tvíliðaleik karla spiluðu Guðmundur Adam Gígja / Jón Sverrir Árnason BH gegn Antoni Heiðari Erlingssyni KA / Ásgeiri Andra Adamssyni Samherja. Fór leikurinn í þrjár lotur þar sem þeir Guðmundur Adam og Jón Sverrir stóðu uppi sem sigurvegarar 11-21, 21-17 og 21-16.

Í tvíliðaleik kvenna var spilað í fimm liða riðli. Í fyrsta sæti urðu Arndís Sævarsdóttir og Svanfríður Oddgeirsdóttir Aftureldingu en þær unnu alla sína leiki. Í öðru sæti voru Karen Guðmundsdóttir og Natalía Ósk Óðinsdóttir BH en þær unnu þrjá leiki en töpuðu einum.

Í tvenndarleik léku til úrslita Arndís Sævarsdóttir Aftureldingu og Haukur Þórðarson BH gegn Irenu Rut Jónsdóttur og Arnóri Tuma Finnssyni ÍA. Voru það Irena og Arnór sem unnu eftir oddalotu 21-16, 9-21 og 21-18.

Hér má finna öll nánari úrslit frá mótinu.

Þá má finna myndir af verðlaunahöfum mótsins ásamt fleiri myndum frá mótinu á facebook síðu Badmintonfélags Hafnarfjarðar.


136 views0 comments
bottom of page