Þá er skemmtilegri Deildarkeppni BSÍ 2022 lokið og vill Badmintonsambandið þakka öllum keppendum, þjálfurum, áhorfendum og starfsfólki TBR fyrir frábæra helgi.
Við fengum eina skemmtilega ábendingu um helgina en það var að í einum leik, á milli TBR / KR / UMFA - Hákarla og TBR - Sleggja var samanlagður aldur keppenda 240 ár!
Elstu keppendur mótsins voru fæddir 1959 en sá yngsti 2009.
Comentários