Search
  • bsí

6 íslenskir leikmenn tóku þátt í Victor Swedish Open


Arna Karen Jóhannsdóttir


6 íslenskir leikmenn tóku þátt í Victor Swedish Open 2020 en mótið er hluti af International Series mótaröðinni og gefur stig á heimslistann.


Daníel Jóhannesson og Jónas Baldursson tóku þátt í forkeppninni í einliðaleik karla. Jónas mætti David Kim frá Danmörku þar sem David vann öruggan sigur 21-7 og 21-5. Daníel Jóhannesson spilaði einnig gegn dana en það var Martin Bundgaard og vann Martin þennan leik 21-11 og 21-8.

Sigríður Árnadóttir spilaði gegn Ulyönu Zakharövu frá Hvíta Rússlandi í forkeppninni í einliðaleik kvenna. Vann Ulyna nokkuð örugglega 21-8 og 21-9. Tvö íslensk pör spiluðu í aðalkeppninni í tvíliðaleik karla. Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson spiluðu gegn dönunum Mikkel Stoffersen og Mads Vestergaard í 16 liða úrslitum. Lauk leiknum með sigri dananna 21-14 og 21-19. Daníel Jóhannesson og Jónas Baldursson spiluðu einnig í 16 liða úrslitum en þeir mættu Chiang Chien-Wei og Ye Hong Wei frá Taípei. Voru það Chiang og Ye sem unnu 21-11 og 22-20. Arna Karen Jóhannsdóttir og Sigríður Ánadóttir spiluðu í aðalkeppninni í tvíliðaleik kvenna þar sem þær mættu í fyrstu umferð Isabellu Grafsund og Thyru Hultman frá Svíþjóð. Voru það Isabella og Thyra sem unnu 21-14 og 21-16. Tvö íslensk pör tóku þátt í tvenndarleiknum. Kristófer Darri Finnsson og Arna Karen Jóhannsdóttir tóku þátt í forkeppninni. Í fyrstu umferð mættu þau Orestis Pissis og Ioönnu Pissis frá Kýpur. Unnu Kristófer og Arna þann leik 21-15 og 21-8. Í næstu umferð spiluðu þau gegn sænsku pari, þeim Melker Z-Bexell og Ceciliu Wang þar sem þau sænksu höfðu betur 23-21 og 21-14. Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir hófu leik í aðalkeppni mótsins þar sem þau spiluðu gegn Mads Vestergaard og Natöskju P. Anthonisen frá Danmörku. Unnu Mads og Natasja leikinn 21-8 og 21-17. Hafa því allir íslensku leikmennirnir lokið leik á mótinu.

Öll nánari úrslit frá mótinu má finna með því að smella hér.

110 views

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM