top of page
Search
  • bsí

Anna Margrét ráðin Íþróttastjóri BSÍ

Anna Margrét Guðmundsdóttir hefur verið ráðin sem íþróttastjóri Badmintonsambands Íslands og tók hún við starfinu 1. febrúar. Helstu verkefni hennar í starfi felast í því að hafa yfirumsjón með faglegu afreksstarfi BSÍ og efla umgjörðina í kringum landsliðshópana í samvinnu með afreks- og landsliðsnefnd, framkvæmdastjóra og landsliðsþjálfara.


Anna Margrét er með meistaragráðu í Íþróttaþjálfun og vísindum frá Háskólanum í Reykjavík og fjallaði meistaraverkefnið hennar um afkastamælingar á badmintonfólki.

Undanfarin ár hefur hún tekið þátt í mælingum á íþróttafólki, t.d. Handboltaskóla HSÍ, afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla og stórum hópi badmintonfólks í tengslum við meistaraverkefnið hennar.


Anna Margrét hefur spilað badminton frá níu ára aldri og keppt með unglingalandsliðum. Hún hefur þjálfað badminton í gegnum árin og starfar nú í Heilsuklasanum þar sem hún sér um einstaklings- og hópaþjálfun.


Við bjóðum Önnu Margréti velkomna til starfa hjá sambandinu.

295 views0 comments

Comentários


bottom of page