Barna- og Unglingameistaramót TBR 2024 í badminton verður haldið í TBR húsum 3. – 4. febrúar.
Mótið er hluti af REYKJAVIK INTERNATIONAL GAMES 2024
Keppt verður í A-styrkleikaflokki í öllum greinum í eftirtöldum flokkum:
Hnokkar / tátur U-13 ára fædd 2011 og síðar
Sveinar / meyjar U-15 ára fædd 2009 og 2010
Drengir / telpur U-17 ára fædd 2007 og 2008
Piltar / stúlkur U-19 ára fædd 2005 og 2006
Þeir sem tapa fyrsta leik í einliðaleik U-13 og U-15 fara í aukaflokk.
Keppt er í riðlum í einliðaleik U-17 og U-19. U17 og U19 telpna og stúlkna eru saman í flokki.
Hópur Færeyinga tekur þátt í mótinu og verða einhver frávik frá styrkleikalista og röðunarreglum BSÍ við röðun í mótið m.t.t. gestanna.
Ætlast er til að allir keppi í sínum aldursflokki.
Tímasetning mótsins verður birt í síðasta lagi fimmtudaginn 1. febrúar.
Mótsgjöld:
Einliðaleikur kr. 2500 Tvíliða- og tvenndarleikur kr.2000
Skráningu lýkur sunnudaginn 28. janúar.
Skráningu skal skila á staðalformi BSÍ – Excel skjali
Tennis- og badmintonfélag
Reykjavíkur
Sigfús Ægir Árnason
vs.5812266
E-mail: tbr@tbr.is
Σχόλια