top of page
Search
  • bsí

Dómaranámskeið (fjarnámskeið) 11.nóvember - breytt dagsetning

Updated: Nov 9, 2020




Badmintonsamband Íslands stendur fyrir dómaranámskeiði miðvikudaginn 11. nóvember. Námskeiðið er fyrir verðandi dómara og mun það fara fram í gegnum fjarfundarbúnað (Zoom eða Teams) sökum þeirra samkomubannsreglna sem nú eru. Námskeiðið hefst klukkan 19:30 og er áætlað að því ljúki um kl 21:30. Þátttakendur munu öðlast dómararéttindi hér á Íslandi eftir að hafa lokið námskeiðinu og einnig eftir að hafa dæmt á tveimur mótum á mótaröð sambandsins. Dómgæsla á þessum mótum mun fara fram þegar mótahald hefst á ný og munum við vera í sambandi við þátttakendur þegar sá hluti skýrist frekar.

Kennari námskeiðsins er Laufey Sigurðardóttir.

Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Skráning fer fram með því að senda póst til Badmintonsambandsins á netfangið bsi@badminton.is. Þátttakendur munu fá sendar frekari upplýsingar þegar skráningu lýkur um hvernig námskeiðið fer fram.

Skráningarfrestur er til þriðjudagsins 10. nóvember.

80 views0 comments

Comments


bottom of page