top of page
Search
  • bsí

Davíð Bjarni og Arna Karen badmintonfólk ársins 2023


Davíð Bjarni Björnsson er badmintonmaður ársins árið 2023. Þetta er í fyrsta skiptið sem Davíð er valinn badmintonmaður ársins. Davíð hefur sérhæft sig í tvíliðaleik og er ásamt meðspilara sínum efstur íslendinga á heimslista alþjóða badmintonsamband-sins og er stefnan tekin á að komast inná Evrópumeistaramótið í apríl 2024.  Davíð er sexfaldur íslandsmeistari í tvíliðaleik karla og hefur unnið síðastliðin 5 ár í röð. Davíð varð einnig Íslandsmeistari í tvenndarleik í fyrsta skipið árið 2023.  Auk þess varð hann Deildarmeistari í Úrvalsdeild ásamt TBR.  

Í janúar 2023 komst Davíð Bjarni, ásamt tvenndarleiksspilara sínum, lengst Íslendinga á alþjóðlega mótinu Iceland International (partur af Reykjavík International Games), þar sem þau komust í 8-liða úrslit.

Davið spilaði lykilhlutverk í landsliði Íslands sem vann til silfurverðlauna á Evrópukeppni smáþjóða í badminton í nóvember.  Þar vann hann 8 af 9 leikjum sem hann spilaði og spilaðu flesta leiki íslendinga á mótinu.


Arna Karen Jóhannsdóttir er badmintonkona ársins 2023.  Þetta er í fyrsta skipti sem Arna Karen er valin badmintonkona ársins.  Arna Karen er búsett í Danmörku. Þar spilar hún badminton og les íþróttafræði við Háskólann í Árósum. Í Danmörku spilar hún með Viby Badmintonklub.  Á Íslandi spilar hún með TBR.  Í apríl 2023 náði Arna Karen því afreki að verða tvöfaldur Íslandsmeistari í Úrvalsdeild í tvíliða- og tvenndarleik. Auk þess varð hún Deildarmeistari í Úrvalsdeild ásamt TBR.  

Í janúar 2023 komst Arna Karen, ásamt tvenndarleiksspilara sínum, lengst Íslendinga á alþjóðlega mótinu Iceland International (partur af Reykjavík International Games), þar sem þau komust í 8-liða úrslit. 

Arna Karen var partur af landsliðinu sem vann til silfurverðlauna á Evrópukeppni smáþjóða í badminton í nóvember. Þar vann hún 5 af 6 leikjum sínum, ásamt því að vera sá íslenski kvennspilari sem spilaði flesta leiki.

Arna Karen átti mjög gott tímabil 2022/2023 hjá Viby Badmintonklub. Hún vann 11 af 12 tvenndarleikjum sínum á tímabilinu, ásamt því að vera valinn spilari ársins hjá klúbbnum. Spilaðar hafa verið 6 umferðir af tímabilinu 2023/2024 og þar stendur hún enn ósigruð í tvenndarleik.

290 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page