top of page
Search
  • annamargret5

Davíð Bjarni og Kristófer á sínu fyrsta International Challenge móti - spenntir fyrir framhaldinu!


Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson á verðlaunaafhendingu á Meistaramóti Íslands 2024


Strákarnir héldu út til Danmerkur 8. maí s.l. og tóku þátt í STATE Denmark Challenge 2024. Þeir mættu englendingunum Koon Fung Kelvin HO og Brandon Zhi Hao YAP. Davíð Bjarni og Kristófer áttu gott spil á köflum og vantaði lítið upp á þeir hefðu unnið fyrsta leikinn en þeir töpuðu naumlega 19-21 og 15-21.


"Þetta var okkar fyrsta International Challenge mót og vorum við því spenntir að prófa að spila á þessu getu stigi. Við sjáum miklar bætingar hjá okkur í þeim atriðum sem við erum búnir að leggja áherslu á síðustu vikur fyrir mótið og við komum heim með marga fleiri punkta til að byrja vinna í til að koma okkur upp á næsta getustig".


Þetta er níunda mótið þeirra á heimslistann og með stigunum frá STATE Denmark Challenge komast þeir nær markmiðum sínum að komast inn á topp 100 á heimslistanum á þessu ári.

"Við erum mjög spenntir fyrir framhaldinu og næstu mótum" segja strákarnir.


Þeir hafa stofnað Instagram-reikning - https://www.instagram.com/badminsons/

og við hvetjum allt badmintonáhugafólk að fylgjast með þeim þar :)




125 views0 comments

Kommentare


bottom of page