top of page
Search
  • laufey2

DEILDAKEPPNI BSÍ 2023 - 2024

Deildakeppni BSÍ 2023 - 2024 hefst á morgun, þriðjudaginn 28. nóvember með einum leik í 1.deild en fyrsti deildakeppnisdagurinn verður sunnudaginn 3. desember í íþróttahúsinu Lágafelli í Mosfellsbæ.


Á morgun, kl. 19:20 verður viðureign TBR-KR Sleggjur vs TBR-Unglingar, í TBR húsinu Reykjavík. Þetta verður fyrsti leikurinn í 1.deild en alls eru 6 lið í 1.deild á þessu tímabili.


Sunnudaginn 3. desember heldur Afturelding fyrsta deildakeppnisdaginn í íþróttahúsinu Lágafelli, í Mosfellsbæ.

Klukkan 10 verða spilaðar tvær viðureignir í 2.deild en alls eru fjögur lið í 2.deild á þessu tímabili. Í fyrstu umferð keppa Hamar við BH-E og UMFA við BH-R.

Klukkan 12:30 verður svo fyrsta umferðin kláruð í 1.deild þar sem BH-S keppir við ÍA og UMFA-BH keppir við BH-K.


Mikil spenna er fyrir því að hefja deildakeppnistímabilið og vonandi fáum við marga spennandi og skemmtilega leiki. Hvetjum alla til að koma í Mosfellsbæ á sunnudaginn og fylgjast með.




84 views0 comments

コメント


bottom of page