top of page
Search

Deildakeppni BSÍ 2025. Staðan eftir dag 1. og 2.

  • laufey2
  • Feb 9
  • 1 min read

Deildakeppni BSÍ 2025 fór af stað um helgina, föstudaginn 7. feb. og laugardaginn 8. febrúar 2025.


Allir leikirnir fór fram í TBR húsinu í Reykjavík og þar mun einnig vera keppt 29. mars n.k.


Keppt var í öllum deildum og mikið var um mjög spennandi og skemmtilega leiki.


Staðan í deildunum núna er eftirfarandi;


Í Úrvalsdeild er TBR - A efst með 4 stig og BH í öðru sæti með 2 stig.


Í 1.deild eru BH - Bombur og TBR - Öllarar jöfn með 6 stig og TBR - B í þriðja sæti með 4 stig.


Í 2.deild eru 2 riðlar.

Í A riðli eru BH-Skonsur og KR jöfn í efsta sæti með 4 stig.

Í B riðli er TBR / TÍ Fiðrildi efst með 4 stig og BH - Prima Donnas og UMFA jöfn í öðru sæti með 2 stig.


Allt um mótið; lið, leikmenn, liðsuppstillingar og úrslit má finna á heimasíðu BSÍ og á tournament software



 
 
 

Comments


©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM

  • facebook
bottom of page